*

Matur og vín 7. ágúst 2018

3% færri kaloríur af matseðlinum

Veitingahúsagestir í Bandaríkjunum panta 3% færri kaloríur ef fjöldi þeirra kemur fram á matseðlinum, samkvæmt rannsókn.

Viðskiptavinir veitingastaða panta færri hitaeiningar (kílókaloríur) ef fjöldi þeirra kemur fram á matseðlinum, samkvæmt rannsókn Hagfræðistofnunar Bandaríkjanna (National Bureau of Economic Research).

John Cawley frá Cornell og meðhöfundar hans söfnuðu gögnum um þúsundir pantana á tveimur veitingastöðum, allt frá því hvað var pantað yfir í hvort viðskiptavinir deildu rétti.

Niðurstaðan var að hitaeiningafjöldi í hverri pöntun var 3%, eða um 45 hitaeiningum, lægri ef fjöldinn kom fram á matseðlinum.

Aukið aðhald fólks dreifðist þó ekki jafnt: enginn munur var á hitaeiningafjölda eftirrétta og drykkja, munurinn var á for- og aðalréttum.

Miðað við matarvenjur Bandaríkjamanna reiknast rannsakendunum til að á 3 árum væri fólk búið að missa eitt pund, tæplega hálft kíló. Það tæki því rúm 6 og hálft ár að missa kíló. Þeir benda þó á að rannsóknin nái aðeins til þess magns sem pantað sé; leiða megi að því líkur að matargestir borði einnig minna af því sem þeir panta, þegar þeir vita hvað það er margar hitaeiningar, og því séu áhrifin hugsanlega sterkari en niðurstöðurnar gefa til kynna.

Stikkorð: Veitingastaðir  • neytendur