*

Matur og vín 5. janúar 2018

3 hugmyndir að bragðgóðum samlokum

Algengt er að fólk setji sér markmið í byrjun árs um að hætta að eyða í óþarfa.

Eitt af því sem Linda Ben matarbloggari flokkar sem óþarfa er að kaupa tilbúinn mat í nesti. „Oft á tíðum mikið ódýrara að gera matinn heima og þannig hægt að spara sér heilmikinn óþarfa.“

Linda hefur tekið saman þrjár hugmyndir af bragðgóðum og hollum samlokum sem haldast góðar allan daginn á vefsíðu sinni www.lindaben.is en minnir lesendur sínar einnig á mikilvægi þess að halda plastnotkun í skefjum. 

 „Þar sem við erum öll að passa upp á náttúruna okkar má ég til með að minna ykkur á að pakka samlokunum ykkar frekar inn í umhverfisvænan smjörpappír frekar en að setja þær til dæmis í poka. Brauðið helst þannig líka ferskara lengur.“

 

Kostir þess að taka með nesti:

 • Með því að taka nesti er maður að spara heilmikinn pening.
 • Hollara.
 • Sparar tíma í matartímanum.
 • Bragð betra.
 • Aðlagað að þínum smekk.
 • Umhverfisvænni kostur ef notaðar eru fjölnota umbúðir.

Laxa og avocadó samloka

 • Gróft brauð
 • 1 avocadó
 • Reyktur lax
 • Rjómaostur
 • Bahncke sætt sinnep
 • svartur pipar

Aðferð:

 1. Smyrjið rjómaostinum á báðar hliðar brauðsins.
 2. Skerið avocadóið í sneiðar og skerið nokkrar sneiðar af reykta laxinum og leggið á brauðið.
 3. Setjið sætt sinnep á laxinn ásamt svörtum pipar.

 

 

Hrásinku-grænmetisloka

 • Gróft brauð
 • Majónes
 • Bahncke sætt sinnep
 • Salat
 • Rauð paprika
 • Hráskinka
 • Parmesan ostur
 • Svartur pipar

Aðferð:

 1. Smyrjið brauðin með majónesi og sinnepi.
 2. Skolið grænmetið og þerrið vel, raðið salatinu á brauðið og skerið paprikuna í sneiðar og setjið á brauðið ásamt hráskinkunni.
 3. Kryddið með pipar og rífið parmesanost yfir.

 

Tómat, mosarella og basilloka

 • Vel ristað gróft brauð
 • Örlítil ólífuolía
 • Bahncke sætt sinnep
 • Tómatur
 • Mosarella
 • Basil
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið smá ólífuolíu á brauðið og smyrjið með Bahncke sætu sinnepi.
 2. Skerið tómatanana og nokkrar sneiðar af mosarella, raðið á brauðið ásamt ferskri basil.
 3. Kryddið með salti og pipar.

 

 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is