*

Hitt og þetta 19. september 2013

30 fróðleiksmolar um hrekkjavöku

Í kringum hrekkjavökuhátíðina eru til margar þjóðsögur og fróðleiksmolar. Lítum á nokkrar skemmtilegar staðreyndir.

Halloween eða hrekkjavaka er stór dagur í lífi margra barna og þá sérstaklega í Bandaríkjunum.

Þó Halloween sé ekki fyrr en 31. október er fólk nú þegar farið að skreyta húsin sín og verslanir í mörgum borgum og bæjum í Bandaríkjunum. 

The Chive hefur tekið saman 30 fróðleiksmola um þessa miklu hátíð. Lítum á nokkra:

Í Alabama er ólöglegt að klæða sig upp sem prestur fyrir búningapartí.

The Village Halloween skrúðgangan í New York borg er stærsta hrekkjavökuskrúðgangan í Bandaríkjunum. Í skrúðgöngunni taka 50 þúsund manns þátt og tvær milljónir manna fylgjast með.

Það er mjög óalgengt að fullt tungl beri upp á sama dag og hrekkjavöku en það mun líklega gerast næst 31. október 2020.

Grasker eru oftast appelsínugul en þau geta líka verið rauð, grá, græn og hvít.

Orðið norn eða Witch kemur frá orðinu wicce í gamalli ensku sem merkir wise woman eða gáfuð kona.

Í Bretlandi eru hvítir kettir taldir boða ógæfu en í Bandaríkjunum eru þeir einmitt svartir.

Þúsundir manna í Bandaríkjunum þjást af Samhainophobia sem er tryllingsleg hræðsla við hrekkjavöku.

Stikkorð: Halloween  • Hrekkjavaka  • Fróðleikur