*

Bílar 12. febrúar 2015

Porsche Panamera 2013 til sölu hjá Benna

Porsche Panamera S4 árgerð 2013 er til sölu. Hann kostaði 35 milljónir nýr.

Porsche Panamera S4 árgerð 2013 er til sölu hjá Bílabúð Benna. Bíllinn var fluttur nýr til landsins. Hann kostaði nýr 35 milljónir króna en óskað er eftir tilboðum í bílinn. Áætlað verðmæti hans eru tæpar 30 milljónir.

Panameran er með átta strokka vél. Slagrýmið er 4.800 cc og vélin skilar 400 hestöflum. Þetta er einn glæsilegasti og dýrasti bíll sem komið hefur til landsins eftir fall íslensku viðskiptabankanna. Bíllinn er gríðarlega flottur og vel útbúinn. Hann er svartur með svartar 20 tommu felgur. Bíllinn er aðeins ekinn 4 þúsund kílómetra.

Hann er m.a. með Sport Chrono pakka, Bose græjum, bakkmyndavél, loftkældum framsætum, loftpúðafjöðrun, hita í fram- og aftursætum og glertopplúgu svo fátt eitt sé nefnt.

Uppfært 14:45: Fram kemur í fréttinni að áætlað verðmæti bifreiðarinnar sé tæpar 30 milljónir króna. Áður var óskað tilboða í bíllinn en samkvæmt Bílabúðar Benna er ásett verð 22,9 milljónir króna.

Bílar, fylgirit Viðskiptablaðsins, kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Porsche  • Porsche Panamera