*

Bílar 21. ágúst 2020

300 hestafla Opel frumsýndur

Grandland Plug-in Hybrid útgáfan verður með 300 hestöfl, fjórhjóladrif og allt að 59 km. drægni á rafmagninu.

Flaggskip Opel sportjeppanna, Opel Grandland X, mætir til landsins í Plug-in Hybrid útgáfu og verður frumsýndur á morgun, laugardag klukkan 12-16, hjá Bílabúð Benna á Krókhálsi.

Grandland Plug-in Hybrid útgáfan býður upp á magnaða tengiltvinn eiginleika sem birtast í 300 hestöflum, fjórhjóladrifi og drægni allt upp í 59 km á rafmagninu einu saman. Hann mun líka verða fáanlegur framdrifinn og eru hvoru tveggja búnir 8 gíra sjálfskiptingu.

Grandland Plug-in Hybrid er mjög rúmgóður bæði frammí og afturí auk þess sem farangursrýmið býður uppá gott pláss. Það er athyglsivert að Opel hefur tekist að ná heilum 300 hestöflum út úr Hybrid vél. Þýski bílaframleiðandinn Í Russelsheim kann ýmislegt fyrir sér og kemur þarna sterkt inn með þennan nýja og aflmikla Grandland í tengiltvinnútfærslu.

Bílabúð Benna hefur fagnað 45 ára afmæli sínu í sumar með fjölbreyttum viðburðum, frumsýningum og tilboðum. Og fyrirtækið er hvergi nærri hætt að halda upp á áfangann, að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna sem er umboðsaðili fyrir Opel á Íslandi.

Stikkorð: Opel  • Opel Grandland X