*

Veiði 11. nóvember 2012

300 kílóa ferlíki stökk um borð

Mikið gekk á í bardaganum við fiskinn en enginn meiddist alvarlega.

Þeir komust í hann krappann, félagarnir á bátnum Little Audrey, þegar þeir voru á sverðfiska­ veiðum undan strönd Ástralíu á dögunum. Einn þeirra fékk 300 kílógramma ferlíki á línuna og í bardaganum við fiskinn gekk mikið á.

Svo sterkur var fiskurinn að hann dró skut bátsins niður undir haffletinn svo yfir flæddi. Steininn tók svo úr þegar fiskurinn stökk upp í bátinn og hristi sig allan og skók. Eitthvert tjón varð á bátnum sjálfum en sem betur fer meiddist enginn alvarlega. Eitthvað þurfti þó að lappa upp á tvo bátsverja.

Stikkorð: Sverðfiskur