*

Bílar 11. apríl 2017

300 milljóna ofurbíll

Ofurbíllinn Bugatti Chiron kostar um 300 milljónir króna.

Ofurbíllinn Bugatti Chiron er nú kominn á markað en einungis 500 eintök verða framleidd af honum. Það er enda einungis á færi þeirra ríkustu að kaupa bílinn sem kostar um 300 milljónir króna.

Þetta magnaða tryllitæki setur eiginlega ný viðmið í afli. Tölurnar eru ótrúlegar. Chiron er með tryllta V8 vél sem skilar 1.479 hestöflum. Sportbílinn er undir 2,5 sekúndum úr kurrstöðu í hundrað og í tvö hundruð rýkur hann á innan við 6,5 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 463 km/klst. Eins og búast má við er lúxusinn í innréttingunni mikill. Hann er með 31 mismunandi lit í leiðurinnréttingunni. Þá er bíllinn búinn öllum nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði sem völ er á í bíl. Ekki veitir af miðað við það ógnarafl sem leynist í vopnabúri bílsins.

Stikkorð: Bugatti Chiron  • ofurbíll