
Toyota RAV4 í Plug in Hybrid útfærslu lofar góðu hvað kraftinn varðar. Toyota stendur fremst allra bílaframleiðanda í Hybrid tækninni og nú hefur bílaframleiðandinn ákveðið að koma með Plug-in Hybrid útfærslu af þessum vinsæla jeppling.
RAV4 er yfirleitt ekki að hamast í hraðakstri dags daglega en í þessari útfærslu skilar tengiltvinnvélin alls 306 hestöflum og gefur bílnum mikið afl.
Bíllinn er aðeins 6,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. RAV4 Pug-in Hybrid keyrir rúma 60 km á rafmagni. Síðan tekur við öflugt Hybridkerfi þannig að eyðslan er kannski í kringum 6 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda.
Bíllinn kemur á markað hér á landi á seinni hluta ársins samkvæmt upplýsingum frá Toyota Ísland. Þessi nýja og öfluga útfærsla af RAV4 hefur verið til sýnis hjá Toyota í Kauptúni undanfarna daga.