*

Ferðalög & útivist 7. október 2013

36 klukkustundir í Reykjavík í The New York Times

Á vefsíðu The New York Times er umfjöllun um Reykjavík þar sem stungið er upp á hlutum sem hægt er að gera í borginni á 36 klukkustundum.

Alls konar skemmtilegir hlutir í Reykjavík eru tíundaðir í umfjöllun á vefsíðu The New York Times. Í umfjölluninni eru teknar fyrir borgir víðs vegar um heiminn og hvað er hægt að gera þar skemmtilegt á 36 klukkustundum.

Að þessu sinni er Reykjavík tekin fyrir. Í greininni er allt þetta klassíska talið upp, eins og heimsókn í Hallgrímskirkju og Hörpu. Einnig er minnst á plötubúðina og kaffihúsið 12 tóna, barina Kalda og Míkróbar og veitingastaðinn Forréttabarinn. 

Þá er fólki ráðlagt að fara í göngutúr um Gróttu, kíkja í Hafnarhúsið á sýningu og borða á Grillmarkaðnum. Hótelin sem mælt er með eru Kex hostel og 101 hótel. 

Greinarhöfundur segist hissa á því hvað mikið sé um að vera fyrir túrista í borginni miðað við stærð hennar. Hér má lesa umfjöllunina um Reykjavík í The New York Times.