*

Hitt og þetta 3. júlí 2013

36 verstu bjórtegundir í Bandaríkjunum

Bjór getur verið misjafn og sumar tegundir ber að varast. Hér koma 36 bjórtegundir sem þykja ekki vandaðar. Bara alls ekki.

Fyrir ykkur sem drekkið bjór og eruð á leið til Bandaríkjanna þá er hér ágætis grein fyrir ykkur.

Búið er að taka saman ódýrustu og verstu bjórtegundirnar í Bandaríkjunum og gefa þeim einkunn. Farið er yfir sorgarsögu 36 tegunda og listinn byrjar á verstu tegundinni. 

Bjórarnir sem verma neðstu sætin á listanum fá ekki góða útreið. Skoðum þá þrjá verstu á listanum:

Keystone er sagður versti bjórinn í Bandaríkjunum. Í greininni segir að bragðið sé súrt og staðið með hinti af mygluðum banana og svitalykt. Og síðan er bætt við að bjórinn sé víst verri en Heineken og morð.

Bud Light Lime gerir ekki heldur mikla lukku og minnt er á að heimurinn þurfi alls ekki aðra útgáfu af Bud Light, ein sé alveg nóg. Bragðið er sagt minna á morgunkornið Froot Loops drekkt í svita. 

Og að lokum er það bjórinn Rolling Rock sem lyktar víst eins og þrír gaurar í tveggja manna tjaldi. 

Stikkorð: Bjór  • Vonbrigði  • Örvænting