*

Menning & listir 3. apríl 2017

400 konur mættu á konukvöld Audi

Lúxusbílar Audi virðast höfða til kvenþjóðarinnar því húsfyllir var á fyrsta konukvöldi Audi sem haldið var á dögunum.

Kolbrún P. Helgadóttir

Um 400 konur lögðu leið sína í Audi salinn við Laugaveg og áttu saman skemmtilega kvöldstund. Kvöldið var haldið í samvinnu við Guerlain, Sigurbogann og tímaritið MAN og Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur, hélt uppi stuðinu. Glæsikerrurnar Audi A1, Q2, A3 e-tron og Q5 vöktu mikla athygli gesta og fjölmargar konur skráðu sig í reynsluakstur. Þess má geta að fram að páskum fylgir vegleg gjafakarfa frá Guerlain hverjum seldum Audi bíl.

Það voru sælar konur sem fylltu Audi salinn, ekki síst þær þrjár sem duttu í lukkupottinn og fór heim með gjafakörfur sneisafullar af gersemum frá Audi, Guerlain og Man magasín.

Hér má sjá umfjöllun Eftir vinnu um nýjasta fjölskyldumeðlim Audi sem vakti mikla athygli á konukvöldinu:
http://www.vb.is/eftirvinnu/minnsti-medlimur-q-fjolskyldunnar/135270/

 

 

Stikkorð: Audi  • bílar  • konukvöld