*

Bílar 17. janúar 2019

404 hestafla tengiltvinnbílar Range Rover

Tengiltvinnútgáfur Range Rover og Range Rover Sport eru báðir búnar tveggja lítra 300 hestafla Si4 Ingenium-bensínvél.

Jaguar Land Rover hjá BL við Hestháls kynnir á laugardag milli kl. 12-16 hljóðlátustu lúxusbíla Range Rover frá upphafi þegar 404 hestafla Range Rover og Range Rover Sport verða kynntir formlega í tengiltvinnútgáfu.

Tengiltvinnútgáfur Range Rover og Range Rover Sport eru báðir búnar tveggja lítra 300 hestafla Si4 Ingenium-bensínvél og afkastamiklum 85 kW rafmótor við 13 kWh rafhlöðu sem saman skila 404 hestöflum. Hröðun Ranger Rover PHEV frá 0-100 km/klst. er 6,8 sek. og Ranger Rover Sport PHEV 6,7 sek. enda er sá síðarnefndi örlítið léttari. Við aflrás beggja bílanna er átta þrepa sjálfskipting og millikassi með tveimur drifum, háu og lágu.

Hægt er að fullhlaða rafhlöðu tengiltvinnbíla Range Rover gegnum venjulega rafmagnsinnstungu  og tekur flullhleðsla rúmar sjö klukkustundir. Með heimahleðslustöð styttist hleðslutíminn í innan við 3 klukkustundir.

Meðal staðalbúnaðar í bílunum má nefna rafræna loftfjöðrun, stöðugleikastýringu með gripstjórnun og spólvörn, veltivarnarstýringu, rafstýrt hemlakerfi og hallastýringu ásamt hemlajöfnun, inngjafarstjórnun og hemlastjórnun. Þá eru bílarnir einnig búnir nálgunarvörum og bakkmyndavél svo fátt eitt sé nefnt. Eins og ávallt er farþegarými bíla Range Rover hlaðið lúxus og þægindum í hæsta gæðaflokki. Til dæmis eru rafdrifin sæti bílanna búin fjölmörgum stillingum, t.d. bæði hita og kælingu svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru upplýsinga- og afþreyingarkerfin einnig kapituli út af fyrir sig eins og annar búnaður sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni við Hestháls á laugardag milli kl. 12 og 16 eða með því að skoða kynningarbæklinga á íslensku sem finna má á vef bl.is. Range Rover Sport Phev kostar frá 13.190 þúsundum króna og Range Rover Phev frá 17.390 þúsundum króna.

Stikkorð: Range  • Rover