*

Hitt og þetta 5. apríl 2018

4,5 milljarðar settir á húsið

Glæsihýsi sem eitt sinn var í eigu Donalds Trump er komið á sölu en ásett verð nemur 4,5 milljörðum króna.

Glæsihýsi sem eitt sinn var í eigu Donalds Trump forseta Bandaríkjanna og þáverandi eiginkonu hans Ivönu er nú komið á sölu að því er Business Insider greinir frá. Ásett verð eru litlar 45 milljónir dala eða sem nemur tæpum 4,5 milljörðum króna.

Hjónin keypti húsið á níunda áratugnum fyrir 4 milljónir dala en við skilnaðinn fékk Ivana húsið. Hún seldi húsið til Steinberg hjónananna árið 1998 en þau eru núverandi eigendur hússins.

Steinberg hjónin endurinnréttu húsið eftir að þau keyptu það en þeim þótti innrétting Trumps óþarflega ríkuleg.

Húsið var byggt árið 1939 og er 1.837 fermetrar að stærð en í því eru 8 svefnherbergi og 13 baðherbergi. Þá fylgir því sundlaug og tennisvöllur. Lóðin sjálf er um 23,5 hektarar að stærð.