*

Bílar 18. janúar 2018

475 hestafla Ford Mustang

Nýr Ford Mustang Bullit var frumsýndur í gær á bílasýningunni í Detroit.

Þessi nýi Mustang er undir hughrifum frá hinum klassíska bíl sem leikarinn Steve McQueen gerði ódauðlegan í kvikmyndinni Bullit frá árinu 1968. Nýi Mustanginn fær einmitt nafnbótina þaðan. Hann lúkkar vel eins og Mustang gerir nú raunar alltaf með sitt kraftmikla og sportlega útlit. 

Undir húddinu á hinum nýja Mustang kraumar 5 lítra V8 vél sem skilar bílnum miklu afli eða alls 475 hestöflum. Hámarkshraði bílsins er 260 km. Það er 13 km meira en Mustang GT nær.
Það var vel við hæfi að Holly McQueen, barnabarn leikarans, kynnti bílinn til leiks á sviðinu í Detriot. Það fór líka vel á því að frumsýna þennan nýja Mustang í bandarísku bílaborginni.