*

Menning & listir 4. desember 2015

5 bestu erlendu skáldsögur ársins

Fréttamiðillinn New York Times tók saman greinargóðan lista yfir 5 bestu skáldsögur ársins 2015.

New York Times tók saman lista af þeim bókum sem þeim fannst hreppa þann eftirsóknarverða titil „Bók ársins 2015”. Hér má sjá lista 5 bestu skáldsagnanna, en nánar má lesa um þær hér.

The Door’ eftir Magda Szabo og þýtt á ensku af Len Rix fjallar um stormasamt og ákaft samband rithöfundar við aldraða þjónustukonu sína, sem kennir henni ófáa lexíuna um mannlífið og tilveruna.

A Manual for Cleaning Women: Selected Stories’ eftir Lucia Berlin og tekið saman af Stephen Emerson. Smásagnasafn sem telur heilar 43 sögur allt í allt. Fjallar um hversdagslífið og hversu vandræðasamt það getur verið að komast af frá degi til dags.

Outline’ eftir Rachel Cusk fjallar um fráskilda konu sem ferðast einsömul um Grikkland og drekkur í sig frásagnir heimamanna, án þess að gefa mikið af sér til baka. Bókin snertir á nýstárlegan máta á gamalkunnum umfjöllunarefnum á borð við framhjáhald, skilnað og eirðarleysi.

The Sellout’ eftir Paul Beatty er glettin og beitt saga sem fjallar um ungan blökkumann sem lætur sig dreyma um að aðskilja skólann eftir kynþáttum á ný og að koma á þrælahaldi á heimili sínu.

The Story of the Lost Child: Book 4, The Neapolitan Novels: “Maturity, Old Age”’ eftir Elena Ferrante og þýtt á ensku af Ann Goldstein er fjórða bókin í seríu Elena Ferrante og segir frá vináttu tveggja kvenna. Í fjórðu bókinni eru vinkonurnar komnar á besta aldur, þrátt fyrir árekstra í kringum efnahagi, pólitík, ofbeldi og metnað hvorrar annarrar.

Stikkorð: New York Times  • 2015  • Bækur ársins