*

Hitt og þetta 8. október 2013

5 hlutir sem duglega fólkið gerir fyrir klukkan átta

Fólk sem nær frama í lífinu á margt sameiginlegt, meðal annars það að vakna snemma og keyra sig í gang.

 Á meðan meðaljón er að dröslast á lappir um hálf níu á morgnana þá er fólkið, sem nær árangri í lífinu, búið að hamast frá dögun í alls kyns verkefnum.

Forbes.com hefur tekið saman þau fimm atriði sem fólk, sem nær árangri í lífinu, gerir fyrir klukkan átta á morgnana. Margaret Thatcher vaknaði til dæmis klukkan fimm á hverjum morgni. Frank Lloyd Wright vaknaði klukkan fjögur og Robert Iger, forstjóri Disney vaknar á hverjum morgni klukkan hálf fimm. 

Og hvað gerir þetta áhrifamikla og metnaðarfulla fólk svona snemma á morgnana? Skoðum það.

1. Líkamsrækt. Fólk sem hreyfir sig daglega, hreyfir sig nær allt á morgnana. Þá er orkan komin fyrir daginn, slenið farið og allir hressir.

2. Skipulagning. Á morgnana skipuleggur þetta fólk sig, tímasetur kannski fundi og forgangsraðar verkefnum.

3. Morgunmatur. Fólk sem nær árangri í lífinu borðar hollan morgunmat.

4. Hugleiðsla. Á morgnana er næði og þá er góður tími fyrir fólk að safna sér saman, hugleiða aðeins og safna orku fyrir átök dagsins.

5. Illu er best aflokið. Það hrúgast á fólk endalaus haugur af leiðinda verkefnum alla daga. Best er að ljúka þeim strax á morgnana. Fólk sem er með allt á hreinu byrjar oft daginn á því að ljúka einu leiðindamáli af. Þá verður dagurinn auðveldari.

Stikkorð: Árangur  • Frami