*

Sport & peningar 14. júlí 2015

Fimm leiðir sem 50 Cent reyndi til að verða ríkur

Rapparinn 50 Cent hefur fengist við ýmislegt utan rappferilsins.

Eins og VB.is greindi frá á dögunum var rapparinn Curtis James Jackson III, betur þekktur sem 50 Cent, úrskurðaður gjaldþrota. 50 Cent var um tíma metinn á 270 milljónir dollara. Hann hefur samt beitt ýmsum aðferðum til að verða ríkur utan rappferilsins, allt frá fjárfestingu í heyrnartólum yfir í leiklist. MarketWatch tók saman þær fimm leiðir sem 50 Cent reyndi.

1. 50 Cent er með eigin fatalínu, G-Unit, sem selur meðal annars 50 Cent derhúfur.

2. Hann hefur unnið í samstarfi við fyrirtækið SMS Audio, sem selur heyrnartól.

3. Hann var með línu af strigaskóm hjá Reebok G-Unit sem seldist betur en lína Jay Z.

4. Hann gerði kvikmynd um líf sitt Get Rich or Die Tryin. Hann hefur einnig leikið í nokkrum Hollywood myndum meðal annars boxmynd Jake Gyllenhaal Southpaw sem er væntanleg.

5. 50 Cent fjárfesti snemma í fyrirtækinu Glaceau sem framleiðir VitaminWater. Hann fékk hlut í því gegn því að auglýsa fyrirtækið. Það var svo keypt af Coca Cola Co fyrir 4,1 milljarð dollara árið 2007. Talið er að hann hafi fengið milli 100 og 150 milljónir dollara út úr þeirri sölu.

Stikkorð: gjaldþrot  • 50 Cent