*

Hitt og þetta 16. maí 2013

50 ára gamlar myndir frá Mandarin hótelinu í Hong Kong

Í ár verður mikið um dýrðir á Mandarin hótelinu í Hong Kong en hótelið heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt.

Í ár er Mandarin hótelið í Hong Kong fimmtíu ára. Þegar það opnaði, árið 1963, var það hæsta bygging í Hong Kong, á aðalsvæðinu við höfnina og eina hótelið í Asíu með baðherbergi inn af hverju svefnherbergi.

Nú fimmtíu árum síðar, er hótelið sem er 27 hæða ekki lengur hæsta bygging Hong Kong. Og fleiri hótel í álfunni bjóða hótelgestum upp á sérbaðherbergi. En hótelið þykir engu að síður eitt besta hótel í Asíu og hefur verið órjúfanlegur hluti af borgarmynd Hong Kong í fimmtíu ár.

Til að halda upp á afmælið hefur verið opnuð ljósmyndasýning sem sýnir hótelið í allri sinni dýrð á fyrstu árunum eftir að það opnaði. Einnig verður boðið upp á 10 rétta kvöldverð þar sem vinsælir réttir frá sjöunda áratugnum verða á boðstólum. Fleiri myndir og nánari umfjöllun má sjá hér hjá CNN.

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: lúxushótel  • Hong Kong  • Mandarin Hotel