*

Ferðalög & útivist 2. júlí 2013

50 bestu hótel ársins 2013

Svítur í trjám, heilsulind í vínkjallara og tjald í miðjum þjóðgarði. Þetta er að finna á þremur bestu hótelum í heimi.

Búið er að velja bestu hótel í heimi fyrir árið 2013. Lesendur Travel + Leisure litu til staðsetningar, gæði herbergja, matar og hvað fæst fyrir peninginn þegar hótel voru valin á listann. Þegar litið er á hótelin sem komust hátt á listann sést að staðsetningin spilar stórt hlutverk og virðist skipta fólk mjög miklu máli. Fólk vill komast út úr túrismanum og fara á staði þar sem er friður og ró og staði sem eru ekki endilega þekktir ferðamannastaðir.

Í fyrsta skipti er Four Seasons hótelið á Bora-Bora og The Lodge á Kauri klettum í Nýja-Sjálandi á listanum, bæði skipa 5. sætið. Í fyrsta sæti er hótelið Mombo Camp og Little Mombo Camp í Botswana. Hótel í Bandaríkjunum skipa um 20% af listanum. Sjá greinina alla hér.

Skoðum hótelin sem skipa þrjú efstu sætin:

Mombo Camp, Botswana.

Hótelið samanstendur af níu tjöldum sem falla vel inn í umhverfið. Með hverju tjaldi fylgja einkasvalir og úti og innisturta. Einnig eru herbergi í boði. Þarna ríkir einstök kyrrð og á röltinu um garðana eru fílar, flóðhestar og ýmis önnur dýr. Dvöl á Mombo Camp er víst engri lík fyrir þau sem vilja lúxus inni í miðri náttúruperlu. 

Castello di Casole, A Timbers Resorts Hotel & Residences, Ítalía. 

Castello di Casole var valið annað besta hótelið í heimi. Hótelið er í kastala í Toskanahéraði. Heimreiðin að hótelin er umvafin sýprustrjám. Kastalinn er frá 18. Öld og svíturnar eru 41 talsins og eru skreyttar olíumálverkum. Í kjallaranum er búið að umturna gömlum vínkjallara í heilsulind þar sem hægt er að velja úr meðferðum og láta nudda sig með olíum úr héraðinu.#mce_temp_url#

Singita Kruger National Park, Suður-Afríka. 

Tvo falleg tréhús, svítur í trjám og herbergi við stöðuvatn gera hótelið að þeirri dýrð sem það er. Horft er yfir slétturnar og Lebombo fjallgarðinn úr hótelgluggum sem ná sumir frá gólfi og upp í loft. Farið er tvisvar á dag frá hótelinu í ferðir að skoða sebrahesta, gírafa og fleiri dýr. 

Stikkorð: Ítalía  • Hótel  • lúxushótel  • Suður-Afríka  • Botswana