*

Hitt og þetta 24. apríl 2006

50 metra laug að Völlum

Fyrir skömmu voru opnuð tilboð í Alútboð vegna bygginar nýrrar sundmiðstöðvar á Völlum í Hafnarfirði. Fyrst voru opnaðar einkunnir fyrir þær tillögur sem bárust og voru þær á bilinu 1,05 til 1,15. Síðan voru opnuð verðtilboð og sá sem fær hæstu samanlagða einkunn fyrir verð og gæði telst vera með hagstæðast tilboð.

Feðgar efh. voru með hagstæðasta tilboðið eða 1374 milljónir króna og búast má við að samið verði við Feðga ehf. um verkið. Strendingur og Batteríið mynda hönnunarhóp verkefnisins ásamt fjölda undirráðgjafa.

Tillaga Feðga ehf. gerir ráð fyrir um 7000m² bygginu á einni til tveimur hæðum með tæknirýmum í kjallar og þaki. Í lauginni er gert ráð fyrir þremur laugum(þar af 25x50m² laug), rennibraut og fjórum heitum pottum. Áætlað er að taka sunlaugina í notkun í desember 2007. Í sundlaugarbygginunni verður félagsaðstaða Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar ásamt fullkominni keppnisaðstöðu.