*

Matur og vín 13. apríl 2020

50 milljón pintur í súginn?

Rúmlega 25 milljónir lítra af bjór, sem breskir barir eiga í geymslu, gæti farið til spillis ef samkomutakmarkanir vara inn í sumarið.

50 milljónir af pintum (e. pints) gætu farið til spillis ef lokanir bara í Bretlandi ná inn í sumarið. Líkt og bjóráhugafólk hefur eflaust þegar fundið út er bjórmagnið sem um ræðir rúmlega 25 milljónir lítrar, en í hverri pintu er ríflega 500 ml af bjór. Barir og veitingastaðir hafa verið lokaðir undanfarnar vikur í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins. BBC greinir frá þessu.

Tom Stainer, framkvæmdastjóri bresku neytendasamtakanna CAMRA (e. Campaign for Real Ale), segir þyngra en tárum taki ef sú vinna og hæfileikar sem hafi farið í að búa til frábæra bjóra fari til spillis. „Fólk mun ekki geta drukkið bjórinn og vinnan sem lögð er í gerð þeirra fer því gjörsamlega til spillis," segir hann.

Stainer reiknar með að hver og einn af um 39 þúsund börum sem staðsettir eru í Bretlandi eigi um 15 bjórkúta í geymslu að jafnaði. Venjulegir bjórar sem geymdir eru á kútum geymist yfirleitt í þrjá til fjóra mánuði eftir afhendingu. Þá geymist ósýjaður bjór enn skemur, eða í um sex til níu vikur.

Sökum þessa sé skammur tími til stefnu og óttast Stainer að allir þessir bjórar fari til spillis ef samkomubönn og -takmarkanir verði enn við lýði næstu mánuði. 

Stikkorð: Bretland  • bjór  • kórónuveira  • pintur