*

Bílar 1. júlí 2016

577 hestafla Mercedes-AMG GT R

Nýr Mercedes Benz hefur nú verið kynntur til leiks í Stuttgart.

Nýr og gríðarlega kraftmikill Mercedes-AMG GT R sportbíll hefur verið kynntur til leiks af lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart. Bíllinn var kynntur á dögunum á Goodwood sportbílahátíðinni. Óhætt er að segja að bíllinn veki mikla athygli og ekki síst í nýjum grænum lit sem Mercedes-Benz er ekki þekkt fyrir.

Sportbíllinn er með hörkugott vopnabúr undir húddinu þar sem leynist 4 lítra V8 vél sem skilar 577 hestöflum og hámarkstog er 516 Nm. Bíllinn er aðeins 3,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Þessi vél skilar Mercedes-AMG GT R 74 hestöflum meira en Mercedes-AMG GT S sportbíllinn og togið er 34 Nm meira í þessum nýja bíl.

Stikkorð: Bílar  • Mercedes-Benz