*

Bílar 2. desember 2019

612 hestafla Ferrari

Nýr Ferrari Roma er með 3,8 lítra V8 TT-vél sem skilar 612 hestöflum svo hann er 3,3, sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur kynnti til leiks nýjan sportbíl sem ber heitið Roma. Ferrari Roma er fagurlega hannaður eins og flest sem kemur úr smiðju ítalska framleiðandans.

Og ekki vantar aflið. Undir húddinu á þessum nýja sportbíl er 3,8 lítra V8 TT-vél sem skilar bílnum 612 hestöflum. Sportbíllinn er aðeins 3,3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið samkvæmt upplýsingum frá Ferrari en ekkert er gefið upp um hámarkshraðann sem er þó án efa all verulegur miðað við vopnabúrið undir húddinu.

Fram­sæt­in eru afar rúmgóð og þægileg og innanrýmið er búið tæknivæddum skjáum með öll­um upp­lýs­ing­um um aksturinn og afþreyingu. Tvö lít­il aft­ur­sæti eru í bíln­um sem eru þó aðeins ætluð nettum farþegum eða börnum en hægt er líka að setja þar far­angur.

Að sögn ítalska sportbílaframleiðandans er bílnum ætlað að höfða til yngri kaupendahóps en þeir verða að vera þkkalega vel stæðir því verðið á bílnum 225.000 evr­ur, eða um 30 millj­ónir ís­lenskra króna. Áætlað er að fyrstu Roma sport­bíl­arn­ir komi á göt­una síðsum­ars á næsta ári.

Stikkorð: Ítalía  • sportbíll  • Ferrari Roma