*

Bílar 18. nóvember 2016

630 hestafla S 650 Cabriolet

Mercedes-Maybach S 650 Cabriolet var frumsýndur á bílasýningunni í LA í gær.

Mercedes-Maybach S 650 Cabriolet var frumsýndur á bílasýningunni í LA í gær. Þessi glæsilegi sportbíll kemur í kjölfarið á hugmyndabílnum Vision Mercedes-Maybach 6 bílnu msem vakið hefur mikla athygli. Líklegt má telja að þessi geri slíkt hið sama.

Þessi nýi sporbíll er með geysiöfluga 6 lítra V12 vél sem skilar 630 hestöflum. S 650 Cabriolet er búinn öllum helsta lúxus sem völ er á og má nefna að hann er með Swarovski kristöllum í ljósunum að framan. Sportbíllinn er með sæti fyrir fjóra og það væsir ekki um fólk í þessum bíl. Leðursætin að innan eru sérlega vönduð sem og miðstöðin í bílnum. Bíllinn er með 7G-Tronic sjálfskiptinguna frá Mercedes-Benz og Airmatic búnaðinn sem gerir hann enn betri í akstri. S 650 Cabriolet verður framleiddur í takömrkuðu upplagi og einungis 300 eintök munu líta dagsins ljós. Bíllinn kostar um 40 milljónir króna.

Stikkorð: Maybach  • Mercedes  • bílar  • Cabriolet