*

Ferðalög & útivist 1. apríl 2013

Ferðaráð frá 10 valdamiklum konum í viðskiptum

Tíu valdamiklar konur í viðskiptum deila 64 sniðugum ráðum sem gera vinnuferðir þægilegri og ánægjulegri.

Ferðalög geta verið þreytandi og erfið. Og þegar ferðast er oft í mánuði vegna vinnu er bráðnauðsynlegt að finna leiðir til að gera ferðalagið þolanlegra. 

Hér má finna hvorki meira né minna en 64 ferðaráð sem tíu valdamiklar konur í viðskiptalífinu gefa í grein á CNN. Þær telja upp nauðsynlegar matartegundir, ómissandi “öpp” í símunum, hvaða fatnaður er þægilegastur á löngum flugferðum og hvernig forðast má jetlag. 

Meðal kvenna í greininni er til dæmis Denise Morrison, forstjóri Campbell Soup, en hún ferðast alltaf með „vinnuskó" í handfarangri en klæðist þægilegum skóm. Hún nartar í ostakexkökur frá Pepperidge Farm þegar hún þarf orkubúst og fer aldrei út fyrsta kvöldið í nýju tímabelti. 

Stikkorð: Ferðalög