*

Bílar 1. febrúar 2018

666 hestafla tryllitæki

Lister Thunder er nýr og áhugaverður ofurbíll.

Bíllinn er hannaður og framleiddur af fyrirtækinu The Lister Motor Company í háskólaborginni Cambridge í Englandi. 

The Lister Motor Company var stofnað af Brian Lister árið 1954 en hann var þekktur sem kappakstursbílstjóri og bisnessmaður. Fyrirtækið líklega frægast fyrir Lister Storm og Lister Knobbly bílanna sem vöktu talsverða athygli á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar. 

Ætlunin er að framleiða 99 Lister Thunder ofurbíla sem riga að líkjast Jaguar F-Type Coupe. Þessi nýi ofurbíll er 666 hestafla tryllitæki. Lister Thunder er aðeins 3,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraðinn er nálægt 399 km/klst. Samvkæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður kaupverð bílsins í kringum 20 milljónir króna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is