*

Menning & listir 12. mars 2013

66° NORÐUR kynnir fatalínu á Reykjavik Fashion Festival

66° NORÐUR og fatahönnuðurinn Mundi kynna „Snow Blind“, nýja fatalínu sem frumsýnd verður á Reykjavík Fashion Festival.

Ný fatalína verður frumsýnd á Reykjavík Fashion Festival. Þessi nýja fatalína tvinnar saman hugarheim fatahönnuðarins Munda og tækniþekkingu 66° NORÐUR.

Í tilkynningu frá 66° NORÐUR kemur fram að afrakstur samstarfsins er útivistarfatnaður sem er engu öðru líkur en viðeigandi við öll tækifæri. Snið, mynstur og litir eru afkvæmi undirvitundar Munda og unnin undir áhrifum frá hugmyndum hans um heiminn eftir heimsendi. Einnig er unnið með nokkra af vinsælustu stílgerðum 66°NORÐUR sem Mundi gefur nýtt útlit með framúrstefnulegum mynstrum.

Útfærslan byggir á áratuga reynslu og þekkingu 66°NORÐUR við hönnun á fatnaði fyrir krefjandi aðstæður. Engu er til sparað hvað varðar efnisval og má nefna að einangrunin í jökkunum er úr Primaloft efninu sem gerir flíkurnar mjög hlýjar en um leið mjög léttar og efni í nokkrum flíkum hrinda frá sér vatni og vindum.

Snow Blind“ línan verður frumsýnd á RFF 16. mars og er væntanleg í verslanir næsta haust. Nánari upplýsingar um 66° NORÐUR og Munda má finna hér.

Stikkorð: 66 norður  • Fatahönnun