*

Tölvur & tækni 16. nóvember 2015

68% símahleðsla á tveimur mínútum

Tæknifyrirtækið kínverska kynnti nýverið nýja tegund rafhlöðu sem hleðst til meira en helmings á örfáum mínútum.

Kínverska tæknifyrirtækið Huawei kynnti nýverið til leiks tvær tegundir rafhlaða sem geta tekið inn hleðslu á ofurhraða.

Tegundirnar tvær eru 600 mAh (amperstunda) og 3000 mAh. 

Sú smærri 600 ampera nær allt að 68% hleðslu á stuttum 120 sekúndum. Stærri rafhlaðan nær 48% hleðslu á fjórum mínútum - sem gefur notandanum 10 klukkustundir af símtölum eða svo - í Huawei snjallsíma.

Rafhlöðurnar eru eldsnöggar að hlaðast án þess að það komi niður á langtímaendingargetu þeirra, að sögn Huawei.

Endingartími rafhlaðna er eitt það mikilvægasta fyrir notendur snjallsíma. Ótækt er að eiga síma sem tæmir rafhlöðuna sína um hádegisbilið. Ef satt reynist verður hægðarleikur fyrir notendur snjallsíma að fullhlaða græjuna sína á þeim stutta tíma sem það tekur að panta sér kaffibolla á veitingastað. 

Stikkorð: Snjallsímar  • Huawei  • Tækni  • Rafhlaða