*

Hitt og þetta 5. desember 2018

7 ára tekjuhæstur á Youtube

Youtube rásin Ryan Toysreview, þar sem hinn 7 ára gamli Ryan opnar leikföng, þénaði andvirði 2,7 milljarða króna.

Með árstekjur sem nema 22 milljónum dala, eða sem samsvarar 2,7 milljörðum króna (miðað við frá 1. júní 2017) hefur Youtube rásins Ryan´s ToysReview skotist í fyrsta sæti yfir tekjuhæstu rásina á myndbandarsíðunni.

Munar 500 þúsund dölum á honum og leikaranum Jake Paul sem er með næsttekjuhæstu síðuna, en hann varð fyrst þekktur á samfélagsmiðlinum Vine sem er nú horfinn og fyrir að leika í þáttum á Disney sjónvarpsstöðinni.

Á síðu Ryans opnar hinn sjö ára gamli drengur alls konar leikföng, en síðan hefur verið starfrækt frá því að hann var þriggja ára gamall. Er hann með 17,3 milljónir fylgjendur og samanlagt 26 milljarða áhorf á myndbönd sín.

Börnin njóta þess að horfa

Mest af tekjum síðunnar, eða 21 milljón dala, koma frá auglýsingum á síðum hans tveimur, Ryan ToysReview og Ryan´s Family Review, en eftir því sem meira áhorf er á myndbönd hans, því meiri eru tekjurnar, og er hann með mesta áhorf allra.

Restin, eða 1 milljón dala, koma frá kostuðum myndböndum, sem er lágt hlutfall miðað við flesta aðra sem þéna vel af youtube síðum sínum. Flest myndböndin snúast um að hann sé að opna pakka og leika sér með leikföng, en í vinsælasta myndbandi Ryan opnar hann stórt egg sem inniheldur leikföng tengd Disney Bílum og Hvolpasveitinni.

Stór hluti áhorfenda hans virðist vera krakkar á svipuðum aldri sem njóta þess að sjá gleði hans yfir að opna leikföngin, en um 11 milljónir nota barnaapp youtube á viku hverri að því er segir á vef Forbes.

Fjölskylda Ryan hefur nú hafið sölu á efni hans á bæði Hulu og Amazon, og í ágúst síðastliðnum var leikfanga- og fylgihlutalína sett af stað undir hans nafni, Ryan´s World, hjá Walmart. Tekjurnar af þeim samning munu þó ekki koma inn fyrr en á næsta uppgjörsári.

Stikkorð: Youtube  • Ryan´s ToyReview  • Jake Paul