*

Bílar 4. maí 2020

7-línan verður rafdrifin

Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW mun bjóða 7-línuna sem hreinan rafbíl og er stefnan sett á að bíllinn komi á markað árið 2022.

Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW mun bjóða 7-línuna sem hreinan rafbíl og er stefnan sett á að bíllinn komi á markað árið 2022.

Oliver Zipse, forstjóri BMW Group, hefur greint frá þessu og eins og gefur að skilja er mikil spenna í loftinu fyrir komu þessa stóra lúxusbíls sem er flaggskip fólksbílaflota BMW. 7-línan er vinsæl meðal forstjóra stórfyrirtækja sem og þjóðhöfðingja víða um heim enda glæsilkerra. 

BMW ætlar sem sagt að vera með Sjöuna 100% rafdrifinn en einnig í tengiltvinnútgáfu, sem og bensín- og dísilvélum. Enginn af bílum BMW verður með eins margar útfærslur og 7-línan hvað orkugjafa varðar.

Rafdrifna útgáfan af 7-línunni á að vera með drægni upp á 400 km og rafhlöðurnar eiga að skila bílnum 720 hestöflum. Þetta yrði þá aflmesta 7-línan en kraftmesti lúxusbíllinn í línunni í dag er M útfærsla með 6,6 lítra V12 vél með tvöfaldri túrbínu sem skilar 600 hestöflum. Hin rafmagnaða BMW Sjöa verður þá í beinni samkeppni við Tesla Model S og Mercedes-Benz EQS sem væntanlegur er á næsta ári.