*

Hitt og þetta 15. júní 2004

70% taka Netið með sér í sumarfí

Netið er orðið svo ómissandi þáttur í lífi fólks að óhugsandi er að lifa án þess í heila viku, hvað þá lengri tíma. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Nielsens//NetRatings í Bandaríkjunum ætla sjö af hverjum tíu Netnotendum að taka með sér fartölvu eða annan Nettengdan búnað í næsta sumarleyfi. Margir hverjir taka slíkan búnað með sér vegna stafrænna myndavéla, eða ætla að senda tölvupóst í stað póstkorts, eins og segir í frétt Seattle Times.

Þá kemur fram að helmingur aðspurðra velur hótel með tilliti til þess hvaða hótel býður mesta hraða á Nettengingum og tveir af hverjum þremur ætla að kíkja á Netið í sumarfríinu. Þeta kemur fram í frétt á fréttavef Tæknivals.