*

Bílar 12. mars 2018

711 hestafla Ferrari Pista

Af þremur nýjum bílum frá Ferrari er 488 Pista sá aflmesti, en hann er sagður vera í konunglegu einvígi við Porche 911 GT3 RS.

Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari frumsýndi nýjasta ofursportbíl sinn á bílasýningunni í Genf. Sá ber heitið 488 Pista og er gríðarlega aflmikill.

Þetta er nýjasti sportbíllinn í línu Ferrari en hinir eru 360 Challenge Stradale, 430 Scudeira og 458 Special. Þetta eru engir aukvissar en að sögn Ferrari þá eru hinn nýi 488 Pista sá aflmesti af þeim.

Ferrari 488 Pista er með 3 lítra V8 vél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar alls 711 hestöflum. Hann fer úr kyrrstöðu í hundraðið á rétt innan við 3 sekúndum og í 200 km hraða á 7,6 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 340 km/klst. Bíllinn er einungis 1.280 kg að þyngd sem hjálpar til við að ná þessum gríðarlega hraða. 

Margir bílasérfræðingar tala nú um konunglegt einvígi á milli Ferrari 488 Pista og Porsche 911 GT3 RS sem einnig er frumsýndur á bílasýningunni í Genf. Þetta er eins og landsleikur; Ítalía gegn Þýskalandi.

Stikkorð: Þýskaland  • Ítalía  • Ferrari  • Porche