*

Hitt og þetta 6. maí 2005

72.5% sölaukningin hjá Fujitsu Siemens

Mikil söluaukning varð hjá Fujitsu Siemens á fyrsta ársfjórðungi 2005 á fartölvum og öðrum tölvubúnaði til að ferðast með en samkvæmt fréttum nam aukningin 72.5%. Fujitsu Siemens Computers bætir stöðugt við sig á þessu sviði, að því er fram kemur í frétt I-Newswire, og hefur tryggt 4. sæti á svokkuðum IDC PC Tracker lista. Í samanlagðri sölu á borð- og fartölvum er Fujitsu Siemens með 24% söluaukningu á fyrsta ársfjórðungi meðan meðalaukningin varð aðeins 17%.

Fujitsu Siemens er sem fyrr söluhæsti tölvuframleiðandinn á Þýskalandsmarkaði.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals, umboðsaðila Fujitsu Siemens á Íslandi.