*

Veiði 23. október 2015

74 þúsund laxar

Laxveiðisumarið var það fjórða besta frá árinu 1974. Mesta aukningin milli ára var á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi.

Trausti Hafliðason

Veiðimálastofnun birti á dögunum bráðabirgðatölur yfir stangaveiði á laxi sumarið 2015. Samkvæmt þeim veiddust um 74.000 laxar í sumar eða rúmlega tvöfalt meira síðasta sumar þegar 33.598 laxar veiddust á stöng. 

Veiðin í sumar var sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974 til 2014, sem er 40.848 laxar. Mest veiddist af laxi árið 2008 þegar 84.124 löxum var landað. Árið 2010 veiddist 74.961 lax og árið 2009 veiddust 74.408 laxar. Laxveiði jókst í öllum landshlutum í sumar. Langmesta aukningin varð á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi.