*

Sport & peningar 23. september 2016

8 milljarða veðmál

Eigendaskipti F1 í síðustu viku mörkuðu því tímamót í sögu kappaksturs.

Áhugamenn um Formúlu 1 (F1) kappakstur hafa lengi slúðrað um möguleg eigendaskipti, enda ellefu ár frá því að CVC Capital Partners festi kaup á mótaröðinni.

Til að mynda var orðið á götunni fyrir um ári að tilboð upp á 8,5 milljarða Bandaríkjadala væri væntanlegt frá Stephen Ross, eiganda Miami Dolphins. En ekkert gerðist.

Eigendaskipti F1 í síðustu viku mörkuðu því tímamót í sögu kappaksturs, þegar öll mótaröðin var seld til fjölmiðlasamsteypunnar Liberty Media í eigu milljarðamæringsins John Malone fyrir um 8 milljarða Bandaríkjadala.

Áhugamenn um Formúlu 1 (F1) kappakstur hafa lengi slúðrað um möguleg eigendaskipti, enda ellefu ár frá því að CVC Capital Partners festi kaup á mótaröðinni. Til að mynda varð aldrei neitt úr væntanlegu 8,5 milljarða dollara tilboði Stephen Ross, eiganda Miami Dolphins, fyrir um ári síðan.

Nú hafa CVC Capital Parters þó selt mótaröðina til fjölmiðlasamsteypunnar Liberty Media í eigu milljarðamæringsins John Malone fyrir um 8 milljarða dollara í tveimur færslum. Segja má að yfirtakan sé hluti af vígbúnaðarkapphlaupi fjölmiðlafyrirtækja, þar sem sívaxandi kostnaður við að ná haldi á sjónvarpsefni – einkum úr íþróttaheiminum – er að knýja fram aukna samkeppni um að ná 'góðu bitunum'. Að því leyti markar yfirtakan tímamót, því yfirtaka fjölmiðlafyrirtækis á heilli mótaröð á sér ekkert fordæmi.

Stikkorð: Formúla 1  • kaup  • Liberty Media