*

Bílar 27. febrúar 2017

800 hestafla tryllitæki

Á bílasýningu í Genf mun Ferrari sýna hraðskreiðasta sportbíl sem fyrirtækið hefur framleitt í 70 ára sögu fyrirtækisins.

Ferrari mun sýna nýjan bíl, Ferrari 812 Superfast, á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku. Þetta nýjasta tryllitæki úr smiðju ítalska sportbílaframleiðandans er arftaki F12 Berlinetta bílsins.

Ferrari 812 Superfast er eins og nafnið bendit til gríðarlega hraðskreiður. Sportbíllinn er með 6,5 lítra V12 vél sem skilar alls 800 hestöflum. Bíllinn þeytist í hundraðið á aðeins 2,9 sekúndum. Það verður ekkert grín að fara í spyrnu við þetta tryllitæki.

Þetta er hraðskreiðasti sportbíllinn sem Ferrari hefur framleitt í 70 ára sögu fyrirtækisins. Ferrari 812 Superfast mun án efa fá mikla athygli gesta á 87. bílasýningunni sem haldin er í Genf.

Stikkorð: Ferrari  • Genf  • sportbíll