*

Bílar 19. október 2015

9 manna Renault Trafic

Þriðja kynslóð af Renault Trafic komin á markað.

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur sett á markað nýjan Renault Trafic en um er að ræða þriðju kynslóð af þessum vinsæla bíl. Fyrsta útfærslan af nýjum Trafic kom í lok síðasta árs en það var stuttur sendibíll. Í byrjun ársins kom svo langur sendibíll og nýverið bættist síðan 9 manna fólksflutningabíll í flóruna. Trafic fólksflutningabíll er mjög rúmgóður fyrir 7-8 farþega og er farangursrýmið í langa bílnum 1.800 lítrar og 113 cm að dýpt. Má því segja að þetta sé kjörinn bíll fyrir þá sem þurfa að flytja fólk og farangur.

Trafic 9 manna er búinn 120 hestafla 1,6 dísilvél sem eyðir aðeins 5,7 l í blönduðum akstri samkvæmt uppgefnum tölum frá framleiðanda og stenst hann EURO 6 mengunarstaðalinn. Á næstunni mun Renault klára að endurnýja Trafic-línuna með háþekju sendibíl en sá bíll verður kynntur hér á landi í byrjun næsta árs.