*

Tölvur & tækni 10. febrúar 2015

Íslenskur tölvuleikur gefinn út á Steam

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox Games mun gefa út sinn fyrsta leik á stærstu leikjaveitu heims þann 24. febrúar.

Jóhannes Stefánsson

Tölvuleikurinn Aarus Awakening, sem hefur verið í þróun hjá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games, verður gefinn út á Steam tölvuleikjaveitunni þann 24. febrúar næstkomandi. Leikurinn verður fyrst um sinn aðgengilegur fyrir PC, Mac og Linux, en útgáfudagur fyrir leikjatölvur verður kynntur síðar. Virkir notendur Steam eru um 100 milljón talsins og því ljóst að um mikla viðurkenningu er að ræða fyrir fyrirtækið.

Leikurinn hefur verið í þróun frá árinu 2012 og hefur hlotið lof erlendra miðla fyrir útlit og spilun. Leikurinn er nær alfarið handteiknaður.

Eigendur Lumenox Games eru þeir Ingþór Hjálmarsson, Tyrfingur Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson og Ágúst Kristinsson.

Stikkorð: Lumenox  • Aarus Awakening