*

Hitt og þetta 15. október 2019

Dulinn kostnaður við fasteignakaup

Nokkur kostnaður er fólginn í íbúðarkaupum umfram kauptilboðið sjálft sem stundum gleymist að taka með í reikninginn.

Nokkur kostnaður er fólginn í íbúðarkaupum umfram kauptilboðið sjálft sem stundum gleymist að taka með í reikninginn. Kostnaðurinn við íbúðarkaup hleypur alla jafna á hundruð þúsundum króna.

Í skýrslu Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn er bent á nokkra þætti sem kaupendur fasteigna þurfa að hafa í huga.

Ein dýrasti hluti hverra fasteignaviðskipta eru þeir vextir sem greiddir eru af fasteignalánum. Kaupendum eru bent á að kynna sér vel hvaða möguleikar eru í boði og átta sig á muninum á verðtryggðu og óverðtryggðu húsnæðisláni, sem og jafngreiðsluláni og láni með jöfnum afborgunum. Hægt er að kynna sér vaxtakjör á vefsíðunum Herborg.is og Aurbjörg.is

Dulinn kostnaður við fasteignakaup:

  • Stimpilgjald greiðist samhliða kaupsamningi og greiðir kaupandi 0,8% af fasteignamati. Ef fasteignamat eignarinnar er t.d. 30 milljónir er stimpilgjaldið 240 þús. kr. Fyrsti kaupandi greiðir lægra stimpilgjald eða 0,4% sem nemur 120 þús. kr. af sömu eign.
  • Lántökugjald er mismunandi eftir lánastofnunum en er oftast á bilinu 50-70 þús. kr. Hjá sumum lánastofnunum eru engin lántökugjöld fyrir fyrstu kaupendur.
  • Þinglýsingargjöld þarf að greiða fyrir þinglýsingu skjala. Upphæðin er 2.500 kr. á hvert skjal. Ástandsskoðun getur margborgað sig fyrir kaupendur til að vera vissir um ástand eignarinnar sem verið er að kaupa.
  • Ástandsskoðun kostar sitt og fyrir minni íbúðir getur kostnaður numið um 100 þús. kr. Þjónustu- og umsýslugjald eru gjöld sem fasteignasölur rukka gjarnan. Inni í þessum kostnaði er ráðgjöf, hagsmunagæsla, umsýslu skjala. Fasteignasölur rukka fast verð sem oftast er í kringum 50-70 þús. kr.
  • Flutningskostnaður getur verið hár. Oft vill kaupandi mála, kaupa gluggatjöld og standsetja íbúðina á meðan hún er tóm. Einnig þegar að flutningum er komið gæti þurft að leigja flutningabíl og jafnvel kaupa einhver húsgögn inn í nýju íbúðina.
  • Rekstrarkostnaður eignarinnar er t.d. hiti, rafmagn, vatns- og fráveitugjöld, fasteignagjöld, tryggingar, hússjóður, Netið, sjónvarp og annar viðhaldskostnaður sem þarf að taka til greina við kaup á íbúð.