*

Sport & peningar 17. september 2013

Að tapa er fitandi, alla vega í Pittsburg

Að halda með liði sem gengur illa í NFL getur verið fitandi. Vinnie Richichi komst að því á dögunum.

Í nýlegri könnun kom fram að gengi liða í NFL (bandaríska fótboltanum) hefur bein áhrif á matarlyst áhangenda liða í deildinni. Í ljós kom að eftir tap hafi fólk borðað mat sem var 28% hitaeiningaríkari en ef liðið vann.

Þetta kemur fram í grein í The New York Times í gær. Þar segir frá  Vinnie Richichi. Vinnie horfði á uppáhaldslið sitt, Pittsburgh Steelers, keppa á heimavelli gegn Tennessee Titans. Vinnie leið vel enda hafði lið hans unnið sex síðustu leiki sína á heimvelli. Það átti hins vegar eftir að  breytast því lið hans tapaði leiknum. 

„Því verr sem þeir spiluðu því oftar fór ég í ísskápinn,“ rifjar Vinnie upp. Fyrst fékk hann sér kökur, síðan hamborgara og áður en hann vissi af fór hann í gegnum allan ísskápinn í leit að mat. Hann fann í sinni örvæntingafullu leit að mat að hann hafði engan áhuga á neinu sem innihélt undir 700 kaloríum.

Og átið fór ekki bara fram yfir leiknum. Morguninn eftir fékk hann sér beyglu með eggi, pylsu, osti, papríku og tabascosósu í stað jógúrts og jarðarberja eins og hann var vanur. Og í hádegismat fékk hann sér pizzu. Vinnie viðurkennir að þyngdin hans flöktir eftir því hvernig liði hans gengur. Gangi því illa þyngist hann um 20 kíló.

Rannsakendur segja að niðurstöðurnar eigi ekki að koma á óvart ef litið er til þess að aðdáendum þessara fótboltaliða líður eins og þeir hafi tapað persónulega, tapi liðið þeirra. Svo fylla þeir upp í tómarúmið með áti þegar lið þeirra er kjöldregið. 

Stikkorð: NFL-deildin  • Vonbrigði  • Át  • Örvænting