*

Sport & peningar 2. október 2010

Aðdáendur Liverpool vilja fjárfesta í klúbbnum

Aðdáendaklúbbur Liverpool að nafni Spirit of Shankly-ShareLiverpoolFC hefur gert samkomulag við fjármálafyrirtæki í borginni um að safna fé frá aðdáendum til að kaupa hlut í félaginu.

Samkvæmt breska blaðinu The Guardian er aðdáendum á svæðinu óheimilt í dag að fjárfesta í klúbbnum.

Bundnar eru vonir við að reglum verði breytt strax á næsta ári og myndi það heimila tugum þúsunda meðlima Spirit of Shankly að kaupa hlut í félaginu.