*

Tíska og hönnun 10. september 2013

Aðalbygging Ólympíuleikanna kostar 160 milljarða króna

Arkitektinn Zaha Hadid sigraði í samkeppninni um aðalbygginguna á Sumar-Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

 Aðalbygging Sumar-Ólympíuleikanna 2020 verður teiknuð af arkitektinum Zaha Hadid. Zaha Hadid er frá Bretlandi og býr í London. Hún vann samkeppni sem haldin var um hver fengi að hanna aðalbygginguna en 45 arkitektastofur tóku þátt.

Byggingin mun kosta 839 milljónir punda eða 160 milljarða króna í framkvæmd. Þakið verður hreyfanlegt og pláss verður fyrir 80 þúsund manns í sæti.

Opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna munu fara fram í höllinni í Tókýó 2020.

Skoðum fleiri byggingar sem Zaha Hadid hefur teiknað í myndasafninu hér að ofan. The Telegraph fjallar um málið hér