*

Menning & listir 17. nóvember 2012

Ádeilur og öskur í Gallerí Fold

Ný sýning Bjarkar Bjarkadóttur í Gallerí Fold geymir ýmis skilaboð.

Gallerí Fold kynnti á dögunum tvær nýjar sýningar, annars vegar ljósmyndasýningu Bjarkar Bjarkadóttur og hins vegar vatnslitaverkasýningu Óskars Thorar­ensen. Verk Óskars eru öll unnin á þessu ári og segir í tilkynningu að þau gefi borgarsýn sem sjaldan sjáist í ís­lenskri myndlist í dag.

Verkefni Bjarkar heitir Glimpses og eru einkum myndir af skiltum, plakötum, vélum, veggjum og kroti sem verður á vegi hennar. Tilgangur Bjarkar er að gefa þessum sporum manna rödd og breyta þeim í mynd. Það sem hún leitar helst að eru skilaboð, ádeilur á þjóðfélagið og öskur.