*

Menning & listir 20. nóvember 2015

Adele spáð gífurlegum vinsældum

Nýjasta plata söngkonunnar, sem ber heitið 25, mun að öllum líkindum seljast eins og heitar lummur.

plata söngkonunnar Adele, sem var gefin út í dag, er kölluð '25', eftir aldri listakonunnar við útgáfu plötunnar. Fyrri plötur hétu '21' og'19', í sama stíl.

Þær fregnir bárust í gær að platan yrði ekki aðgengileg á tónstreymiþjónustum eins og Apple Music eða Spotify. Þetta gerir Adele til að forðast að plötunni sé streymt fríkeypis.

Þetta er sama markaðskænska og leiddi poppstjörnuna Taylor Swift til að halda nýjustu plötunni sinni, 1989, af streymissíðum.

Síðasta plata Adele, '21', seldist í þrjátíu milljónum eintaka og skilaði sex Grammy-verðlaunum.

Sérfræðingar í tónlistariðnaðinum telja líklegt að ákvörðun söngkonunnar vinsælu um að halda sig af tónstreymissíðunum í bili muni langt í frá koma niður á sölu plötunnar.

Stikkorð: Tónlist  • Eftir vinnu  • 25  • Adele  • List