*

Hitt og þetta 26. september 2013

Æskuheimili Kurt Cobain til sölu fyrir metfé

Móðir Kurt Cobain heitins hefur sett æskuheimili hans á sölu. Húsið kostar 500 þúsund dali eða rúmar sextíu milljónir króna.

Wendy O´Connor, móðir Kurt Cobain heitins, hyggst selja æskuheimili hans. Húsið er í Aberdeen í Washington fylki og var byggt árið 1923.

Húsið þykir ekki vera í góðu standi. Raki er í veggjum og gólfi og málning er byrjuð að flagna af veggjum. Væri fyrrum íbúi ekki Kurt Cobain yrði húsið líklega metið á 67 þúsund dali eða rúmar átta milljónir króna en húsið kostar 500 þúsund dali eða rúmar sextíu milljónir króna.

Fyrir mismuninn eða 433 þúsund dalina fá nýir eigendur gamla dýnu á háaloftinu sem á að hafa tilheyrt Kurt Cobain heitnum. Hann skrifaði einnig „Communication Breakdown“ á vegginn sem unglingur og því prýðir einnig eiginhandaráritun vegg heimilisins. Sjá nánar um málið hér

 

 

Stikkorð: Kurt Cobain  • Nirvana