*

Hitt og þetta 31. október 2013

Æskuheimili Steve Jobs friðað

Nú má ekki breyta húsinu þar sem fyrsta Apple tölvan var smíðuð, þökk sé húsafriðunarnefnd Los Altos.

Búið er að friða æskuheimili Steve Jobs, stofnanda Apple, út af sögulegu mikilvægi þess. Húsið, sem er á einni hæð, er í Los Altos í Kaliforníu. Þetta kemur fram á CNN.

Það var í þessu húsi sem hann setti saman fyrstu Apple tölvurnar um miðjan áttunda áratuginn.

Yfirvöld í Los Altos komust að einróma niðurstöðu um að gera húsið að sögulega vernduðu svæði. Það þýðir að borgin þarf að gefa leyfi ef breyta á húsinu í framtíðinni. Hús sem fá slíka nafnbót fá hana ekki út á arkitektúr eða byggingarstíl heldur vegna sögulegs atburðar sem átti sér stað í húsinu. 

Jobs flutti í húsið með fósturforeldrum sínum þegar hann var í tólf ára bekk og bjó þar til átján ára aldurs. Það var í bílskúrnum þarna sem hann og félagi hans, Steve Wozniak, settu saman fyrstu Apple 1 tölvurnar árið 1976. Níu mánuðum síðar var Apple Computer Co. stofnað.

Stikkorð: Steve Jobs