*

Bílar 21. október 2013

Ætla að selja Lödur um allan heim

Nýir eigendur bílaframleiðanda ætla að selja Lödur um allan heim.

Svíinn Bo Andersson verður fyrsti útlendingurinn til þess að stýra rússneska bílaframleiðandanum Avtovaz. Fyrirtækið framleiðir meðal annars Lada. Renault og Nissan keyptu fyrirtækið nýlega og hafa ákveðið að framleiða meira af Lada og markaðssetja slíka bíla um allan heiminn. 

Bo Andersson var eitt sinn framkæmdastjóri hjá General Motors en hann var einnig yfirmaður í sænska hernum.  Hann ekur við forstjórastöðunni af Igor Komarow. 

Miklar væntingar eru gerðar til bílasölu í Rússlandi en búist er við því að Rússland verði stærsta markaðssvæði í Evrópu fyrir bíla árið 2016 og fimmti stærsti í heimi árið 2020.  

Stikkorð: Lada