*

Sport & peningar 30. september 2011

Ævintýralegur áhugi á miðum fyrir leikinn gegn Man.Utd.

Stuðningsmenn 2. deildar liðsins Aldershot Town vilja ólmir komast á leikinn gegn Man.Utd. í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Stuðningsmenn breska knattspyrnuliðsins Aldershot Town hafa að sögn BBC sýnt ævintýralegan áhuga á miðum á leiki félagsins eftir að liðið dróst gegn Manchester United 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Eins og gefur að skilja er mestur áhugi eftir miðum á leikinn gegn Manchester United sem fram fer þann 24. október nk. á heimavelli Aldershot Town.

Aldershot Town spilar sem stendur í 2. deild á meðan Mancester United er í efsta sæti í úrvalsdeildinni. Ef liðin sem eftir standa í bikarkeppninni yrðu sett í styrkleikaflokk yrði Aldershot Town neðst á þeim lista.

Miðasala á hinn eftirsótta leik er þó ekki hafin en talsamaður félagsins sagði við BBC í gær að handhafar ársmiða fái forgang í miðasölu. Hann segir að aðeins fimm mínútum eftir að dregið var í 16 liða úrslit hafi allar símalínur félagsins verið rauðglóandi auk þess sem vefsíða félagsins hrundi um tíma vegna mikillar aðsóknar.

Enn á þó eftir að ganga frá samkomulagi um miðasölu við Manchester United. Auk þess á eftir að ganga frá samkomulagi um löggæslu á leiknum, sem verður væntanlega ívið öflugri en á öðrum leikjum félagsins.

Heimavöllur Aldershot Town.
Heimavöllur Aldershot Town er örlítið minni en heimavöllur Manchester United.