*

Hitt og þetta 9. maí 2015

Ævintýralegur faðmur Ægis

Sigurður Friðriksson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, var einn af hörðustu sjósóknarmönnum landsins og má segja að sé enn.

Hanna Kristín Skaftadótt

Sigurður Friðriksson, eða Diddi eins og hann er kallaður alla jafna, hefur lagt að baki um 265 sjósundsferðir við strönd Nauthólsvíkur. Diddi taldi leiðir sínar og Ægis hafa skilið þegar hann hætti sem skipstjóri. Svo var og þó, því leiðir lágu aftur saman við upphaf árs 2014. Þá hafði Ingvar Þórðarson, kvikmyndaframleiðandi og góður félagi Didda, oft boðið honum með sér að synda í sjónum. Í marga mánuði hafði hann fundið því allt til foráttu. Gigtveikur, illa fyrirkallaður, þreyttur, mátti ekki verða kalt. Þar til einn daginn að hann ákveður að láta slag standa og prófa að vaða út í kaldan sjóinn.

Hvað fékk þig til að fara í sjósund?

Ingvar Þórðarson, kvikmyndagerðarmaður og góður félagi minn, var búinn að reyna að fá mig til að koma með sér að synda í sjónum í marga mánuði. Ég taldi það af og frá þar sem ég var gigtveikur og mátti ekki verða kalt. Í marga mánuði fann ég því allt til foráttu, var ýmist kvefaður, illa fyrirkallaður, þreyttur, var með önnur plön og hvað eina. Svo einn góðan veðurdag þegar Ingvar kom frá Þýskalandi þá hittumst við í Nauthólsvíkinni - og þá var ekki aftur snúið. Fyrsta sjósundferðin var því 3. janúar 2014 og síðan hef ég ekki hætt.

Hversu margar eru sjósundsferðir þínar orðnar?

Fyrsta árið fór ég um 170 ferðir en ætli þær séu núna ekki komnar upp í um 265.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.