*

Veiði 13. ágúst 2016

Ævintýraveiði í Kjarrá

Til að veiða í efri hluta Kjarrár þurfa veiðimenn að leggja á sig þriggja tíma stífa reið.

Merkileg ferð var farin í Borgarfirði í júlímánuði á þessu ári, en félagarnir Kristján Zophoníasson, framkvæmdastjóri Medica, og Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, fóru á hestum í efri hluta Kjarrár. Leiðsögu- og hestamenn með þeim í för voru þeir Hilmir Snær Guðnason og Jóhannes Sigurðsson.

Nauðsynlegt er að fara á hestum á þetta svæði, því ekki er fært á bifreiðum í efri hluta árinnar.

Kristján segir í samtali við Viðskiptablaðið að þetta hafi verið mikið ævintýri. „Ferðin tekur þrjá tíma hvora leið og við vorum sinn á hverjum hestinum auk trússhests.“

Stikkorð: Veiði  • Þverá-Kjarrá